Fótbolti

Egyptar unnu Angólamenn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Egyptar fögnuðu sigrinum vel.
Egyptar fögnuðu sigrinum vel.

Það verður Egyptaland sem mætir Fílabeinsströndinni í undanúrslitum Afríkukeppninnar. Egyptar, sem eru núverandi Afríkumeistarar, unnu Angóla í átta liða úrslitum keppninnar 2-1.

Leikurinn var vel spilaður og skemmtilegur áhorfs en öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Það voru Egyptar sem komust yfir úr umdeildri vítaspyrnu.

Skömmu síðar jafnaði Angóla. Þar var á ferðinni Manucho, leikmaður Manchester United, með eitt fallegasta mark keppninnar.

Amr Zaki endurheimti forystu Egyptalands en heppnis-stimpill var á markinu. Hann fékk frábæra fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fór af öxlinni á Zaki og inn. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum en Manucho var tvívegis í seinni hálfleik hársbreidd frá því að ná að skora annað mark sitt.

Auk Egyptalands og Fílabeinsstrandarinnar eru heimamenn í Gana komnir í undanúrslitin. Það kemur í ljós í kvöld hverjir verða mótherjar þeirra í undanúrslitum en þá mætast Túnis og Kamerún. Leikurinn hefst klukkan 20:30 og verður í beinni útsendingu á Eurosport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×