Fótbolti

Félagslið fá bætur vegna landsliðsmanna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. GettyImages

FIFA og UEFA hafa samþykkt að borga félagsliðum bætur vegna leikmanna sem taka þátt í landsliðsverkefnum. Um 130 milljónum punda verður eytt á næstu sex árum sem eru um 17 milljarðar íslenskra króna.

Upphæðin verður að hluta til notuð sem tryggingafé ef leikmenn meiðast í landsliðsverkefnum. Þá er ákveðið að landsleikir verða leiknir á þriðjudögum en ekki miðvikudögum.

Þetta hefur verið baráttumál hjá stærstu félagsliðum Evrópu undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×