Innlent

Vilja að ríkið hlusti á kröfur verkalýðshreyfingarinnar

Frá 1. maí göngu 2005.
Frá 1. maí göngu 2005.

Vinstri-grænir á Akureyri skora á ríkisstjórnina að koma myndarlega til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir til að bæta kjör tekjulægri hópa samfélagsins með hækkun skattleysismarka, hækkun barnabóta og auknum stuðningi við fólk vegna stóraukins húsnæðiskostnaðar.

Í ályktun, sem samþykkt var á fundi Vinstri grænna á veitingastaðnum Bláu könnunni í kvöld, er minnt á það „vandræðaástand sem lág laun og mikið vinnuálag hefur skapað mönnum í uppeldis- og umönnunargreinum og á fleiri sviðum þar sem launakjör eru óviðunandi," eins og segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×