Lífið

Ekki gott að selja falsaða vöru

SB skrifar
Gunnar Lárus Hjálmarsson. Fékk íslensku neytendaverðlaunin og heldur úti öflugum neytendavef.
Gunnar Lárus Hjálmarsson. Fékk íslensku neytendaverðlaunin og heldur úti öflugum neytendavef.

"Það er slæmt ef verið er að blekkja neytendur," segir neytendafrömuðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, Doktor Gunni, um fréttir Vísis af starfsaðferðum bakaría og stórmarkaða. Vinsælt bakkelsi er flutt inn frosið frá Danmörku.

"Í raun skiptir mig ekki máli þó stórmarkaðirnir flytji inn erlent brauð og bakkelsi og selji ódýrara. Ég lít á verðið frekar en upprunan. En að sama draslið sé svo selt í Bakarameistaranum á dýru verði og ekkert sagt að þetta komi frosið frá Danmörku þá er verið að blekkja neytendur og halda sannleikanum frá þeim," segir Gunnar.

Vigfús Kr. Hjartarson framkvæmdastjóri Bakarameistarans, viðurkenndi í samtali við Vísi, að kleinuhringirnir og hnetuvínarbrauðin kæmu frosin frá útlöndum. Samkvæmt heimildum Vísis er algengt að bakkelsi eins og Berlínar bollur og sérbökuð vínarbrauð séu einnig flutt inn frosin frá útlöndum.

Þá hefur starf bakarans breyst. Afgreiðslustúlkur í bakaríum fá bakkelsið frosið og sjá sjálfar um að stinga því inn í ofn.

"Maður hefði haldið að í bakaríunum væru sveitir bakarar um miðja nótt að hræra saman deig og stinga inn í ofn. Ég meina, er ekki bakaranám í Kópavogi? Hefði haldið að það væri eitthvað annað kennt en að hita upp frosnar vörur."

Gunnar fékk á dögunum hin íslensku neytendaverðlaun. Hann heldur úti öflugri neytendasíðu þar sem almenningur getur bent á þegar svínað er á þeim.


Tengdar fréttir

Pólsk brauð í bakaríum Myllunnar

Fyrrverandi bakari hjá Myllunni segir brauðið sem Myllan selur í Hagkaupum flutt inn frá Póllandi; honum hafi verið sagt að ljúga þegar fólk spurði hvort bakkelsi væri bakað á staðnum.

Frosið brauð sagt bakað á staðnum

Stórmarkaðurinn Krónan auglýsir brauð sem sé "bakað á staðnum". Deigið er hins vegar flutt til landsins frosið og forbakað og aðeins hitað upp í stórmörkuðunum. Framkvæmdastjóri Bakarameistarans segir bakstur lögverndaða iðn.

Bakarísstelpa stígur fram: Hnetuvínarbrauð afþídd í bakaríum

„Bakkelsið kom næstum allt inn frosið og svo vorum við látin hita það upp," segir Heiðrún Backmann, fyrrverandi starfsmaður Bakarameistarans. Svo virðist sem bakaríin baki ekki bakkelsi á staðnum heldur láti afgreiðslustúlkur hita upp forbakaðar og frostnar vörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.