FH Íslandsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2008 16:00 FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir ævintýralega lokaumferð í Landsbankadeildinni í dag. Keflavík var með bikarinn í sínum höndum lengst af í dag, sér í lagi eftir að Símun Samúelsen kom Keflvíkingum yfir gegn Fram. En í síðari hálfleik skoruðu Framarar tvívegis en þar voru Almarr Ormarsson og Hjálmar Þórarinsson að verki. Á sama tíma unnu FH-ingar 2-0 sigur á Fylki í Árbænum en 1-0 sigur hefði dugað, þar sem Keflavík tapaði sínum leik. Hefði Keflavík gert jafntefli, hefðu FH þurft tveggja marka sigur. Fram tryggði sér með sigrinum þriðja sæti deildarinnar, þó svo að KR hafi unnið Val, 1-0. Vísir fylgdist náið með gangi mála hér að neðan og einnig á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Þar má lesa nánar um gang leikjanna. Lýsing Vísis í dag: 16:00 Leikirnir hefjast Nú eru leikirnir hafnir. Þangað til að eitthvað breytist eru Keflvíkingar að verða Íslandsmeistarar og Fram á leið í UEFA-bikarkeppnina með FH. 16:40 Valur - KR 0-1 Óskar Örn Hauksson er búinn að skora fyrir KR og er það fyrsta markið í þessum þremur mikilvægu leikjum. Það þýðir að KR er komið upp í þriðja sæti deildarinnar - Evrópusætið. 16:46 Hálfleikur Kominn hálfleikur í þessa þrjá leiki. Það er greinilega mikil spenna í þessum þremur leikjum því aðeins hefur eitt mark verið skorað. Þetta verður greinilega mikil taugaspenna allt til loka. 17.08 Keflavík - Fram 1-0 Símun Samúelsen hefur komið Keflvíkingum yfir gegn Fram sem þýðir að Keflvíkingar eru komnir með níu fingur á titilinn. Þar að auki er staðan enn markalaus í Árbænum. 17.09 Fylkir - FH 0-1 Matthías Vilhjálmsson svarar marki Keflvíkinga með marki í Árbænum. FH komið í 1-0 en á meðan að Keflvíkingar vinna sinn leik breyta úrslit þessa leiks engu. 17.21 Keflavík - Fram 1-1 Ja hérna. Nú er komin spenna í þetta. Almarr Ormarrsson hefur jafnað metin með sinni fyrstu snertinu í Keflavík fyrir Fram. FH-ingar fögnuðu mikið á Fylkisvelli enda FH-ingar aftur í bullandi séns. En FH þarf að skora annað mark til viðbótar. 17.33 Keflavík - Fram 1-2 Þó svo að FH-ingar ná ekki að bæta við marki í Árbænum fagna FH-ingar marki Hjálmars Þórarinssonar í Keflavík. Þetta þýðir einfaldlega að FH er meistari miðað við núverandi stöðu. Þetta mark þýðir einnig að Fram er búið að endurheimta 3. sæti deildarinnar. 17.34 Fylkir - FH 0-2 Til að strá salti í sár Keflvíkinga var Guðmundur Sævarsson að koma FH í 2-0 í Árbænum. Þetta þýðir að Keflavík þarf að skora tvö á síðustu tíu mínútum leiksins. 17.47 Leik lokið í Keflavík Leiknum er lokið í Keflavík. Það þýðir að FH-ingar mega fá á sig mark en samt verða þeir Íslandsmeistarar. 17.50 FH er Íslandsmeistari! Leiknum er lokið í Árbænum. FH er Íslandsmeistari! Ótrúlegt. Lokastaðan í deildinni: 1. FH 47 stig (+25 í markatölu) 2. Keflavík 46 (+23) 3. Fram 40 (+10) 4. KR 39 (+15) 5. Valur 35 (+6) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Frábært ár hjá Keflavík Varnarmaðurinn Auðun Helgason hjá Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Keflavík í dag og segir hann sýna vel hvað búi í liði Fram. 27. september 2008 18:34 Myndasyrpa af fögnuði FH-inga FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki en á sama tíma tapaði Keflavík fyrir Fram. 27. september 2008 19:34 Matthías: Sæææll ... Matthías Guðmundsson varð Íslandsmeistari með FH í dag eftir að hann varð að horfa upp á æskuliðið sitt, Val, verða Íslandsmeistara í fyrra. 27. september 2008 18:57 Kristján Guðmundsson: Bíðið þið bara "Þetta eru mikil vonbrigði og ég trúi þessu varla ennþá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn lágu 2-1 fyrir Fram á heimavelli og þurftu fyrir vikið að sjá á eftir titlinum í hendur FH-inga. 27. september 2008 18:24 Gunnar: Ég nota batterísvél - ekki hamar Gunnar Sigurðsson, markvörður Íslandsmeistara FH, var heldur betur kátur í bragði eftir leikinn gegn Fylki í dag. 27. september 2008 19:20 Heimir: Úrslitin ráðast í september Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, náði þrátt fyrir allt að halda ró sinni eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í dag. 27. september 2008 18:41 Ásgeir Gunnar: Miklu sætara Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sagði að það væri miklu sætara að verða Íslandsmeistari eftir dramatískan lokasprett en með miklum yfirburðum. 27. september 2008 19:03 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
FH er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla eftir ævintýralega lokaumferð í Landsbankadeildinni í dag. Keflavík var með bikarinn í sínum höndum lengst af í dag, sér í lagi eftir að Símun Samúelsen kom Keflvíkingum yfir gegn Fram. En í síðari hálfleik skoruðu Framarar tvívegis en þar voru Almarr Ormarsson og Hjálmar Þórarinsson að verki. Á sama tíma unnu FH-ingar 2-0 sigur á Fylki í Árbænum en 1-0 sigur hefði dugað, þar sem Keflavík tapaði sínum leik. Hefði Keflavík gert jafntefli, hefðu FH þurft tveggja marka sigur. Fram tryggði sér með sigrinum þriðja sæti deildarinnar, þó svo að KR hafi unnið Val, 1-0. Vísir fylgdist náið með gangi mála hér að neðan og einnig á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Þar má lesa nánar um gang leikjanna. Lýsing Vísis í dag: 16:00 Leikirnir hefjast Nú eru leikirnir hafnir. Þangað til að eitthvað breytist eru Keflvíkingar að verða Íslandsmeistarar og Fram á leið í UEFA-bikarkeppnina með FH. 16:40 Valur - KR 0-1 Óskar Örn Hauksson er búinn að skora fyrir KR og er það fyrsta markið í þessum þremur mikilvægu leikjum. Það þýðir að KR er komið upp í þriðja sæti deildarinnar - Evrópusætið. 16:46 Hálfleikur Kominn hálfleikur í þessa þrjá leiki. Það er greinilega mikil spenna í þessum þremur leikjum því aðeins hefur eitt mark verið skorað. Þetta verður greinilega mikil taugaspenna allt til loka. 17.08 Keflavík - Fram 1-0 Símun Samúelsen hefur komið Keflvíkingum yfir gegn Fram sem þýðir að Keflvíkingar eru komnir með níu fingur á titilinn. Þar að auki er staðan enn markalaus í Árbænum. 17.09 Fylkir - FH 0-1 Matthías Vilhjálmsson svarar marki Keflvíkinga með marki í Árbænum. FH komið í 1-0 en á meðan að Keflvíkingar vinna sinn leik breyta úrslit þessa leiks engu. 17.21 Keflavík - Fram 1-1 Ja hérna. Nú er komin spenna í þetta. Almarr Ormarrsson hefur jafnað metin með sinni fyrstu snertinu í Keflavík fyrir Fram. FH-ingar fögnuðu mikið á Fylkisvelli enda FH-ingar aftur í bullandi séns. En FH þarf að skora annað mark til viðbótar. 17.33 Keflavík - Fram 1-2 Þó svo að FH-ingar ná ekki að bæta við marki í Árbænum fagna FH-ingar marki Hjálmars Þórarinssonar í Keflavík. Þetta þýðir einfaldlega að FH er meistari miðað við núverandi stöðu. Þetta mark þýðir einnig að Fram er búið að endurheimta 3. sæti deildarinnar. 17.34 Fylkir - FH 0-2 Til að strá salti í sár Keflvíkinga var Guðmundur Sævarsson að koma FH í 2-0 í Árbænum. Þetta þýðir að Keflavík þarf að skora tvö á síðustu tíu mínútum leiksins. 17.47 Leik lokið í Keflavík Leiknum er lokið í Keflavík. Það þýðir að FH-ingar mega fá á sig mark en samt verða þeir Íslandsmeistarar. 17.50 FH er Íslandsmeistari! Leiknum er lokið í Árbænum. FH er Íslandsmeistari! Ótrúlegt. Lokastaðan í deildinni: 1. FH 47 stig (+25 í markatölu) 2. Keflavík 46 (+23) 3. Fram 40 (+10) 4. KR 39 (+15) 5. Valur 35 (+6)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Auðun: Frábært ár hjá Keflavík Varnarmaðurinn Auðun Helgason hjá Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Keflavík í dag og segir hann sýna vel hvað búi í liði Fram. 27. september 2008 18:34 Myndasyrpa af fögnuði FH-inga FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki en á sama tíma tapaði Keflavík fyrir Fram. 27. september 2008 19:34 Matthías: Sæææll ... Matthías Guðmundsson varð Íslandsmeistari með FH í dag eftir að hann varð að horfa upp á æskuliðið sitt, Val, verða Íslandsmeistara í fyrra. 27. september 2008 18:57 Kristján Guðmundsson: Bíðið þið bara "Þetta eru mikil vonbrigði og ég trúi þessu varla ennþá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn lágu 2-1 fyrir Fram á heimavelli og þurftu fyrir vikið að sjá á eftir titlinum í hendur FH-inga. 27. september 2008 18:24 Gunnar: Ég nota batterísvél - ekki hamar Gunnar Sigurðsson, markvörður Íslandsmeistara FH, var heldur betur kátur í bragði eftir leikinn gegn Fylki í dag. 27. september 2008 19:20 Heimir: Úrslitin ráðast í september Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, náði þrátt fyrir allt að halda ró sinni eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í dag. 27. september 2008 18:41 Ásgeir Gunnar: Miklu sætara Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sagði að það væri miklu sætara að verða Íslandsmeistari eftir dramatískan lokasprett en með miklum yfirburðum. 27. september 2008 19:03 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Auðun: Frábært ár hjá Keflavík Varnarmaðurinn Auðun Helgason hjá Fram var að vonum ánægður með sigur sinna manna í Keflavík í dag og segir hann sýna vel hvað búi í liði Fram. 27. september 2008 18:34
Myndasyrpa af fögnuði FH-inga FH-ingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Fylki en á sama tíma tapaði Keflavík fyrir Fram. 27. september 2008 19:34
Matthías: Sæææll ... Matthías Guðmundsson varð Íslandsmeistari með FH í dag eftir að hann varð að horfa upp á æskuliðið sitt, Val, verða Íslandsmeistara í fyrra. 27. september 2008 18:57
Kristján Guðmundsson: Bíðið þið bara "Þetta eru mikil vonbrigði og ég trúi þessu varla ennþá," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur í samtali við Stöð 2 Sport eftir að hans menn lágu 2-1 fyrir Fram á heimavelli og þurftu fyrir vikið að sjá á eftir titlinum í hendur FH-inga. 27. september 2008 18:24
Gunnar: Ég nota batterísvél - ekki hamar Gunnar Sigurðsson, markvörður Íslandsmeistara FH, var heldur betur kátur í bragði eftir leikinn gegn Fylki í dag. 27. september 2008 19:20
Heimir: Úrslitin ráðast í september Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, náði þrátt fyrir allt að halda ró sinni eftir að hans menn urðu Íslandsmeistarar í dag. 27. september 2008 18:41
Ásgeir Gunnar: Miklu sætara Ásgeir Gunnar Ásgeirsson sagði að það væri miklu sætara að verða Íslandsmeistari eftir dramatískan lokasprett en með miklum yfirburðum. 27. september 2008 19:03