Íslenski boltinn

Matthías: Sæææll ...

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Matthías Guðmundsson með bikarinn góða.
Matthías Guðmundsson með bikarinn góða. Mynd/E. Stefán
Matthías Guðmundsson varð Íslandsmeistari með FH í dag eftir að hann varð að horfa upp á æskuliðið sitt, Val, verða Íslandsmeistara í fyrra.

Vísir stökk á hann aðeins fáeinum mínútum eftir að leiknum lauk í Árbænum og var hann vitanlega óhemju glaður drengur.

„Mér líður eins og fávita," sagði hann og hló.

Manstu í dag eftir pillunum sem Valsmenn sendu þér í fyrra?

„Nei, það er ekki komið enn. En það kemur. Þetta er bara svo hrikalega gaman. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu."

Hann sagði að dagsskipunin frá Heimi þjálfara hefði verið einföld.

„Við ákváðum bara að hugsa um þennan leik og vinna hann, helst 2-0. Það tókst! Sæææææll," sagði hann og kvaddi að siðs Ólafs Ragnars í Nætur-/Dagvaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×