Lífið

Opnar nýja GK tískuverslun í ágúst

Íris Björk Jónsdóttir eigandi GK Reykjavík.
Íris Björk Jónsdóttir eigandi GK Reykjavík.

„Nýja verslunin verður opnuð í Smáralind í ágúst og hún er 280 fermetrar að stærð," svarar Íris Björk Jónsdóttir eigandi GK aðspurð um nýja tískuverslun sem stendur til að opna í Smáralind.

„Þetta verður hreinlega fallegasta búð sem sést hefur hér á landi í anda GK. Hönnun búðarinnar á eftir að koma á óvart því það er mikið lagt í þessa verslun og metnaðurinn gríðalegur."

„Við lítum bara á samkeppni af hinu góða. GK er orðin mjög stabíl verslun með tryggan kúnnahóp," svarar Íris Björk aðspurð um samkeppnina á íslenskum fatamarkaði.

„Verslanirnar verða reknar undir sama hatti en þó munum við hafa mixið í búðunum öðruvísi. Það er þörf á svona verslun inn í Smáralindina og við erum mjög bjartsýn á framtíð Smáralindarinnar," segir Íris Björk að lokum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.