Erlent

Hillary með forskot á Obama í Pennsylvaníufylki

Mynd/ AFP

Hillary Clinton hefur sex prósentustiga forskot á Barack Obama á meðal demókrata í Pennsylvaníufylki, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í fylkinu og tilkynnt var í gær. Kosið er í fylkinu þann 22. apríl næstkomandi. Samkvæmt könnuninni hefur Clinton 50% fylgi en Obama 44%. Í skoðanakönnun sem kynnt var fyrir viku síðan hafði Clinton 9 stiga forskot en Obama 50%. Heldur fleiri konur styðja Clinton en Obama, eða 54% á móti 41%. Þá hefur Clinton meiri stuðning á meðal hvítra kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×