Tíu hlutir sem þú þarft að vita um Amr Zaki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2008 11:29 Amr Zaki fagnar marki með Wigan. Nordic Photos / Getty Images Amr Zaki er nýjasta stjarnan í ensku úrvalsdeildinni en þessum egypska framherja skaust upp á stjörnuhimininn nú í haust. Hann leikur með Wigan og hefur skorað sjö mörk í átta deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Hann skoraði tvívegis gegn Liverpool um helgina en það dugði ekki til sigurs þar sem að Liverpool skoraði tvívegis undir lok leiksins og vann 3-2. Innkoma Zaki í enska boltann hefur komið mörgum á óvart enda hefur hann hingað til verið lítið þekktur utan Egyptalands og Afríku. 1. Amr Zaki fæddist þann 1. apríl árið 1983 í Mansoura í Egyptalandi. Hann er nú samningsbundinn egypska úrvalsdeildarfélaginu El Zamalek en var lánaður til Wigan út tímabilið. 2. Hann fluttist til borgarinnar Port Said í heimalandi sínu þegar hann gekk til liðs við El Meriekh en atvinnumannaferill hófst fyrir alvöru með Al-Mansoura. Zaki var stór og stæðilegur drengur og þjálfarar hans mældu með því að hann myndi frekar æfa glímu en fótbolta. Hann fór ekki eftir ráðum þeirra, sem betur fer. 3. Hann skoraði 20 mörk í 20 leikjum með Al-Mansoura og vakti það athygli úrvalsdeildarfélagsins ENPPI árið 2003. 4. Hann sló umsvifalaust í gegn með ENPPI og var markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2004-5. Félagið vann á því tímabili sinn fyrsta stóra titil er það varð egypskur bikarmeistari og varð í öðru sæti í deildinni - sem er félagsmet. 5. Hann var byrjunarliðsmaður í egypska landsliðinu þegar það varð Afríkumeistari árið 2006. Zaki skoraði sigurmark Egypta í undanúrslitunum gegn Senegal sem lauk með 2-1 sigri Egyptalands. Hann nýtti einnig sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum. 6. Eftir mótið varð hann eftirsóttur af mörgum félögum en ákvað að ganga til liðs við Lokomotiv Moskvu sem bauð honum gull og græna skóga. Hann varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Egypta frá upphafi. 7. Hins vegar fékk hann aldrei tækifæri til að spila með Lokomotiv Moskvu og fór aftur til Egyptalands það sama ár. Þá samdi hann við El Zamelak og varð bikarmeistari með félaginu. Hann skoraði í úrslitaleiknum sem var einmitt gegn ENPPI, hans gamla félagi. 8. Hann var aftur lykilmaður í egypska landsliðinu sem varð aftur Afríkumeistari fyrr á árinu. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu, þar af tvö í 4-1 sigri á Fílabeinsströndinni í undanúrslitunum. Hann var einnig valinn í lið mótsins. 9. Hann var svo lánaður til Wigan í júlí í sumar og skoraði strax í sínum fyrsta leik með félaginu er Wigan tapaði, 2-1, fyrir West Ham. 10. Hann hefur nú skorað sjö mörk í sínum átta fyrstu leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þar af tvö gegn Hull og Liverpool. Hann er einnig einn þeirra sem er tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í Afríku.Heimild: www.mirror.co.uk Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Amr Zaki er nýjasta stjarnan í ensku úrvalsdeildinni en þessum egypska framherja skaust upp á stjörnuhimininn nú í haust. Hann leikur með Wigan og hefur skorað sjö mörk í átta deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Hann skoraði tvívegis gegn Liverpool um helgina en það dugði ekki til sigurs þar sem að Liverpool skoraði tvívegis undir lok leiksins og vann 3-2. Innkoma Zaki í enska boltann hefur komið mörgum á óvart enda hefur hann hingað til verið lítið þekktur utan Egyptalands og Afríku. 1. Amr Zaki fæddist þann 1. apríl árið 1983 í Mansoura í Egyptalandi. Hann er nú samningsbundinn egypska úrvalsdeildarfélaginu El Zamalek en var lánaður til Wigan út tímabilið. 2. Hann fluttist til borgarinnar Port Said í heimalandi sínu þegar hann gekk til liðs við El Meriekh en atvinnumannaferill hófst fyrir alvöru með Al-Mansoura. Zaki var stór og stæðilegur drengur og þjálfarar hans mældu með því að hann myndi frekar æfa glímu en fótbolta. Hann fór ekki eftir ráðum þeirra, sem betur fer. 3. Hann skoraði 20 mörk í 20 leikjum með Al-Mansoura og vakti það athygli úrvalsdeildarfélagsins ENPPI árið 2003. 4. Hann sló umsvifalaust í gegn með ENPPI og var markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2004-5. Félagið vann á því tímabili sinn fyrsta stóra titil er það varð egypskur bikarmeistari og varð í öðru sæti í deildinni - sem er félagsmet. 5. Hann var byrjunarliðsmaður í egypska landsliðinu þegar það varð Afríkumeistari árið 2006. Zaki skoraði sigurmark Egypta í undanúrslitunum gegn Senegal sem lauk með 2-1 sigri Egyptalands. Hann nýtti einnig sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum. 6. Eftir mótið varð hann eftirsóttur af mörgum félögum en ákvað að ganga til liðs við Lokomotiv Moskvu sem bauð honum gull og græna skóga. Hann varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Egypta frá upphafi. 7. Hins vegar fékk hann aldrei tækifæri til að spila með Lokomotiv Moskvu og fór aftur til Egyptalands það sama ár. Þá samdi hann við El Zamelak og varð bikarmeistari með félaginu. Hann skoraði í úrslitaleiknum sem var einmitt gegn ENPPI, hans gamla félagi. 8. Hann var aftur lykilmaður í egypska landsliðinu sem varð aftur Afríkumeistari fyrr á árinu. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu, þar af tvö í 4-1 sigri á Fílabeinsströndinni í undanúrslitunum. Hann var einnig valinn í lið mótsins. 9. Hann var svo lánaður til Wigan í júlí í sumar og skoraði strax í sínum fyrsta leik með félaginu er Wigan tapaði, 2-1, fyrir West Ham. 10. Hann hefur nú skorað sjö mörk í sínum átta fyrstu leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þar af tvö gegn Hull og Liverpool. Hann er einnig einn þeirra sem er tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í Afríku.Heimild: www.mirror.co.uk
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Chelsea - Aston Villa | Endar sigurhrinan á Brúnni? Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira