Tíu hlutir sem þú þarft að vita um Amr Zaki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2008 11:29 Amr Zaki fagnar marki með Wigan. Nordic Photos / Getty Images Amr Zaki er nýjasta stjarnan í ensku úrvalsdeildinni en þessum egypska framherja skaust upp á stjörnuhimininn nú í haust. Hann leikur með Wigan og hefur skorað sjö mörk í átta deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Hann skoraði tvívegis gegn Liverpool um helgina en það dugði ekki til sigurs þar sem að Liverpool skoraði tvívegis undir lok leiksins og vann 3-2. Innkoma Zaki í enska boltann hefur komið mörgum á óvart enda hefur hann hingað til verið lítið þekktur utan Egyptalands og Afríku. 1. Amr Zaki fæddist þann 1. apríl árið 1983 í Mansoura í Egyptalandi. Hann er nú samningsbundinn egypska úrvalsdeildarfélaginu El Zamalek en var lánaður til Wigan út tímabilið. 2. Hann fluttist til borgarinnar Port Said í heimalandi sínu þegar hann gekk til liðs við El Meriekh en atvinnumannaferill hófst fyrir alvöru með Al-Mansoura. Zaki var stór og stæðilegur drengur og þjálfarar hans mældu með því að hann myndi frekar æfa glímu en fótbolta. Hann fór ekki eftir ráðum þeirra, sem betur fer. 3. Hann skoraði 20 mörk í 20 leikjum með Al-Mansoura og vakti það athygli úrvalsdeildarfélagsins ENPPI árið 2003. 4. Hann sló umsvifalaust í gegn með ENPPI og var markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2004-5. Félagið vann á því tímabili sinn fyrsta stóra titil er það varð egypskur bikarmeistari og varð í öðru sæti í deildinni - sem er félagsmet. 5. Hann var byrjunarliðsmaður í egypska landsliðinu þegar það varð Afríkumeistari árið 2006. Zaki skoraði sigurmark Egypta í undanúrslitunum gegn Senegal sem lauk með 2-1 sigri Egyptalands. Hann nýtti einnig sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum. 6. Eftir mótið varð hann eftirsóttur af mörgum félögum en ákvað að ganga til liðs við Lokomotiv Moskvu sem bauð honum gull og græna skóga. Hann varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Egypta frá upphafi. 7. Hins vegar fékk hann aldrei tækifæri til að spila með Lokomotiv Moskvu og fór aftur til Egyptalands það sama ár. Þá samdi hann við El Zamelak og varð bikarmeistari með félaginu. Hann skoraði í úrslitaleiknum sem var einmitt gegn ENPPI, hans gamla félagi. 8. Hann var aftur lykilmaður í egypska landsliðinu sem varð aftur Afríkumeistari fyrr á árinu. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu, þar af tvö í 4-1 sigri á Fílabeinsströndinni í undanúrslitunum. Hann var einnig valinn í lið mótsins. 9. Hann var svo lánaður til Wigan í júlí í sumar og skoraði strax í sínum fyrsta leik með félaginu er Wigan tapaði, 2-1, fyrir West Ham. 10. Hann hefur nú skorað sjö mörk í sínum átta fyrstu leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þar af tvö gegn Hull og Liverpool. Hann er einnig einn þeirra sem er tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í Afríku.Heimild: www.mirror.co.uk Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
Amr Zaki er nýjasta stjarnan í ensku úrvalsdeildinni en þessum egypska framherja skaust upp á stjörnuhimininn nú í haust. Hann leikur með Wigan og hefur skorað sjö mörk í átta deildarleikjum til þessa á tímabilinu. Hann skoraði tvívegis gegn Liverpool um helgina en það dugði ekki til sigurs þar sem að Liverpool skoraði tvívegis undir lok leiksins og vann 3-2. Innkoma Zaki í enska boltann hefur komið mörgum á óvart enda hefur hann hingað til verið lítið þekktur utan Egyptalands og Afríku. 1. Amr Zaki fæddist þann 1. apríl árið 1983 í Mansoura í Egyptalandi. Hann er nú samningsbundinn egypska úrvalsdeildarfélaginu El Zamalek en var lánaður til Wigan út tímabilið. 2. Hann fluttist til borgarinnar Port Said í heimalandi sínu þegar hann gekk til liðs við El Meriekh en atvinnumannaferill hófst fyrir alvöru með Al-Mansoura. Zaki var stór og stæðilegur drengur og þjálfarar hans mældu með því að hann myndi frekar æfa glímu en fótbolta. Hann fór ekki eftir ráðum þeirra, sem betur fer. 3. Hann skoraði 20 mörk í 20 leikjum með Al-Mansoura og vakti það athygli úrvalsdeildarfélagsins ENPPI árið 2003. 4. Hann sló umsvifalaust í gegn með ENPPI og var markahæsti leikmaður deildarinnar tímabilið 2004-5. Félagið vann á því tímabili sinn fyrsta stóra titil er það varð egypskur bikarmeistari og varð í öðru sæti í deildinni - sem er félagsmet. 5. Hann var byrjunarliðsmaður í egypska landsliðinu þegar það varð Afríkumeistari árið 2006. Zaki skoraði sigurmark Egypta í undanúrslitunum gegn Senegal sem lauk með 2-1 sigri Egyptalands. Hann nýtti einnig sína spyrnu í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum. 6. Eftir mótið varð hann eftirsóttur af mörgum félögum en ákvað að ganga til liðs við Lokomotiv Moskvu sem bauð honum gull og græna skóga. Hann varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Egypta frá upphafi. 7. Hins vegar fékk hann aldrei tækifæri til að spila með Lokomotiv Moskvu og fór aftur til Egyptalands það sama ár. Þá samdi hann við El Zamelak og varð bikarmeistari með félaginu. Hann skoraði í úrslitaleiknum sem var einmitt gegn ENPPI, hans gamla félagi. 8. Hann var aftur lykilmaður í egypska landsliðinu sem varð aftur Afríkumeistari fyrr á árinu. Hann skoraði fjögur mörk á mótinu, þar af tvö í 4-1 sigri á Fílabeinsströndinni í undanúrslitunum. Hann var einnig valinn í lið mótsins. 9. Hann var svo lánaður til Wigan í júlí í sumar og skoraði strax í sínum fyrsta leik með félaginu er Wigan tapaði, 2-1, fyrir West Ham. 10. Hann hefur nú skorað sjö mörk í sínum átta fyrstu leikjum í ensku úrvalsdeildinni, þar af tvö gegn Hull og Liverpool. Hann er einnig einn þeirra sem er tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í Afríku.Heimild: www.mirror.co.uk
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira