Enski boltinn

Kinnear blótaði blaðamönnum í sand og ösku

NordicPhotos/GettyImages

Joe Kinnear, settur knattspyrnustjóri Newcastle, léts blótsyrðaflauminn dynja á blaðamönnum á fréttafundi. Kinnear segir blaðamenn grafa undan sér og félaginu.

Kinnear var gagnrýndur harðlega fyrir að blóta í beinni útsendingu í sjónvarpi í síðustu viku.

Á síðasta fréttamannafundi lét hann svo blaðamenn frá Mirror og Daily Express heyra það fyrir það sem hann kallaði að moka undan félaginu og starfi sínu.

Daily Mail birtir í dag samtal Kinnear við blaðamennina og töldu þeir 52 blótsyrði í máli knattspyrnustjórans og hægt er að heyra ágrip af því hér.

Kinnear sagði blaðamönnunum að hann ætlaði ekki að tala við þá aftur og sagðist ætla að svara stuðningsmönnum Newcastle frekar.

Hann sagðist þreyttur á því að sitja undir svívirðingum blaðamanna og sagði sér líða eins og hann væri búinn að vera stjóri Newcastle í eitt ár en ekki eina viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×