Lífið

Ragnar Sólberg í opnuviðtali við Kerrang! rokktímaritið

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Opnuviðtal Kerrang!
Opnuviðtal Kerrang!

Ragnar Sólberg, söngvari og gítarleikari hetjurokksveitarinnar Sign, birtist heldur fáklæddur í opnuviðtali í nýjasta hefti rokktímaritsins Kerrang!

Í viðtalinu er fjallað mikið um upphaf Sign og æsku Ragnars og segir hann meðal annars frá því hvernig það hafi verið að alast upp við þá staðreynd að faðir hans væri að deyja. Ragnar talar einnig um reiðina sem fylgdi unglingsárunum en staðhæfir jafnframt að hann sé ekki mikill fylgismaður „sex, drugs & rock ´n´ roll" lífstílsins.

Hljómsveitinni Sign er einnig hampað mjög í greininni og talað um hana sem heitustu hljómsveit landsins um þessar mundir, þrátt fyrir að hún hafi aldrei passað neitt sérstaklega vel inn í íslenska tónlistarlandslagið. Hljómsveitinni er spáð frama í komandi í framtíð og lokaorð Ragnars segja allt sem segja þarf. „Við ætlum ekki að láta neinn stoppa okkur í að ná þangað sem við ætlum að ná."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.