Lífið

Líður eins og gagnkynhneigðum manni í hommaklámmynd

„Það tekur á að vera Georg Bjarnfreðarson," segir Jón Gnarr leikari sem nú er við upptökur á Dagvaktinni í Bjarkarlundi á Vestfjörðum. Ísland í dag kíkti í heimsókn á Dagvaktina fyrir helgi.

„Ég horfði á heimildarmynd um hvað það er rosalega erfitt að leika í klámmyndum. Þar voru leikararnir að tína til ástæðurnar sem voru nokkurnveginn þær sömu og það er erfitt að leika Georg Bjarnfreðarson," segir Jón Gnarr.

„Maður þarf að deyja sjálfum sér og verða einhver annar en maður er og gera hluti sem maður er ekki persónulega samþykkur. Ég sá viðtal við mann sem er gagnkynhneigður en leikur í hommaklámmyndum, það var bara eins og það væri verið að taka viðtal við mig."

Hægt er að sjá innslag Ísland í dag frá Dagvaktinni með þessari frétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.