Lífið

Tónleikar Bubba verða klukkan 12 á morgun

Bubbi Morthens tónlistarmaður er að leggja lokahönd á undirbúning tónleika sem hann ætlar að halda á Austurvelli klukkan 12 á morgun.

Hann hvetur alla Íslendinga til þess að klæða sig vel og mæta.

"Nú er tíminn til þess að sýna að við séum þjóð og að við getum staðið saman. Stutt við bakið hvort á öðru," segir Bubbi en hann boðaði til tónleikanna fyrir um viku síðan vegna þeirrar óvissu sem nú er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki síst vegna krónunnar sem Bubbi segir handónýtan gjaldmiðil.

"Við ætlum að taka nokkur lög og tala aðeins við fólkið. Ég hvet alla til að mæta."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.