Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf 27. maí 2008 10:17 Magnús Skúlason geðlæknir á Sogni. Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Landlæknisembættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávanabindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráðgjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. "Við lítum málið sérlega alvarlegum augum," segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyfseðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rannsókn. "Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati," segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfjum á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýringu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppáskrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. "Það er sérstaklega hryggilegt að í þessum hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu," segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira