Fótbolti

Enginn blaðamannafundur hjá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá leik Rangers og Hearts fyrr í vetur.
Frá leik Rangers og Hearts fyrr í vetur. Nordic Photos / Getty Images

Blaðamannafulltrúi Hearts sagði í samtali við Vísi í dag að það væri enginn blaðamannafundur á dagskrá hjá félaginu á morgun.

„Ég held utan um blaðamannafundi félagsins og get sagt með fullri vissu að það er enginn blaðamannafundur á dagskrá á morgun," sagði David Sullivan í samtali við Vísi.

Daily Record heldur því fram í dag að Guðjón Þórðarson verði kynntur til sögunnar á morgun sem nýr knattspyrnustjóri félagsins. Sjálfur sagði Guðjón að til sín hefði verið leitað en lengra væri það ekki komið.

„Daily Record er götublað en óhætt er að segja að þrátt fyrir það hafa þeir gengið aðeins of langt í þetta sinn," sagði Sullivan. Hann vildi þó ekkert segja um hvort að Guðjón kæmi til greina sem næsti knattspyrnustjóri Hearts, né heldur aðra mögulega þjálfara sem kæmu til greina í starfið.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.