Innlent

Ekki útlit fyrir að lífeyrir skerðist hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna

MYND/Vilhelm

Útlit er fyrir að ekki þurfi að lækka lífeyri og önnur réttindi hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna um næstu áramót samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt sem sjóðurinn hefur látið gera.

Á heimasíðu sjóðsins kemur fram að ráðist hafi verið í úttektina vegna fjármálakreppunnar en hún leiddi til þess að eignir í verðbréfasafni lífeyrissjóðsins minnkuðu. Niðurstöðurr úttektarinnar sýna að staða sjóðsins verði neikvæð um tæp tíu prósent um næstu áramót. Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða kveða á um að ef munur eignarliða og skuldbindinga fer umfram 10 prósent verði að grípa til ráðstafana.

„Reynist niðurstaða ársins í samræmi við áætlun tryggingafræðingsins þarf ekki að koma til lækkunar lífeyris og réttinda um næstu áramót. Frá 1997 hafa lífeyrisréttindi verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar," segir á heimasíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×