Innlent

Brjálaðist á Bubbatónleikum

Menn virðast eiga erfitt með að hemja sig á Bubbatónleikum en til slagsmála kom á tónleikum kóngsins á Þorláksmessu.
Menn virðast eiga erfitt með að hemja sig á Bubbatónleikum en til slagsmála kom á tónleikum kóngsins á Þorláksmessu.

Maðurinn sem handtekinn var í kvöld í Meðalholti af sérsveitarmönnum hafði verið á tónleikunum hjá Bubba Morthens í Laugardalshöll. Þar hafði hann að sögn lögreglu brjálast og otað hnífi að dyravörðum.

Hann sparkaði í rúðu í anddyri hallarinnar og við það skarst hann á fæti. Að því loknu fór hann upp í bíl með samferðakonu sinni og óku þau á brott.

Bílferðin endaði svo í Meðalholti þar sem bíllinn drap á sér og þar var maðurinn færður í járnum upp á slysadeild til aðhlynningar.

Að sögn lögreglu var maðurinn í „annarlegu ástandi".

Menn virðast eiga erfitt með að hemja sig á Bubbatónleikum en til slagsmála kom á tónleikum kóngsins á Þorláksmessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×