Íslenski boltinn

Grétar Hjartarson í Grindavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Grétar í leik með KR gegn Grindavík. Víkurfréttir/Þorgils
Grétar í leik með KR gegn Grindavík. Víkurfréttir/Þorgils

Vefsíðan Fótbolti.net greinir frá því að sóknarmaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson sé genginn í raðir Grindavíkur. Grétar varð markakóngur í Landsbankadeildinni þegar hann lék með Grindavík en fór í KR haustið 2004.

Grétar er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Grindavík en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn hér á landi opnar aftur þann 15. júlí.

Grétar skoraði tólf mörk í 51 leik með KR í efstu deild en hefur alls skorað 60 mörk í 131 leik í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×