Lífið

Hlakkar til að sjá myndirnar

MYND/ArnoldStúdio
„Ég held að myndirnar verði geggjaðar, ég var með heilt crew að aðstoða og þetta var allt mjög fagmannlegt," segir fyrirsætan Ásdís Rán. Um helgina sat hún fyrir í myndatöku fyrir vefsíðuna Saavy.com, sem stendur einmitt fyrir margumræddum raunveruleikaþætti sem Ásdís tekur þátt í á næsta ári.

Myndirnar eru hluti af kynningarefni fyrir þáttinn, sem verður nokkurs konar fyrirsætukeppni, þar sem tólf stúlkur keppa um milljón dollara verðlaun. „Ég hlakka mikið til að sjá þær," segir Ásdís, en myndirnar birtast á Saavy.com á næstu dögum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.