Óskar: Reglum breytt svo fólk þurfi síður að skila lóðum 10. nóvember 2008 12:14 Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs, staðfestir að Reykjavíkurborg sé hætt að taka við lóðum frá fólki sem vill skila þeim inn eins og greint var frá fyrr í dag. Hann segir þetta tímabundna ákvörðun en verið sé að vinna að breytingum á skilmálum lóðaúthlutana sem hann segir miða að því að auðvelda fólki að halda lóðum sínum og byggja á þeim. „Það má ekki miskilja þetta þannig að borgin ætli ekki að taka við lóðunum heldur erum við að vinna að breytingum á lóðaúthlutunarskilmálum en þær frestuðust fyrsta október vegna hrunsins á fjármálamörkuðunum," segir Óskar. „Ástæðan fyrir því að við stöðvuðum viðtöku á lóðum í síðustu viku er sú að nú styttist í að við kynnum þessar breytingar. Þegar það gerist kann það að verða svo að þá telji fólk sig ekki lengur þurfa að skila lóðinni. Því teljum við heppilegra að bíða." Óskar segir að breytingarnar liggi ekki fyrir en að þær miðist við að koma til móts við þá aðila sem hafa fengið lóð hjá Reykjavíkurborg til þess að létta þeim greiðslubyrðina og auðvelda þeim uppbyggingu á lóðinni. „Þess vegna kann að vera að þeir sem vilja skila lóðum núna sjái jafnvel eftir því eftir því þegar breytingarnar ganga í garð. Við erum því fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni lóðahafa auk þess sem það eru klárlega hagsmunir borgarinnar að lóðirnar gangi út og á þeim verði byggt." Eftir breytingarnar munu allir sem það vilja geta skilað lóðum. „Ef það verður niðurstaða fólks að vilja skila lóðinni mun það ganga eftir en á meðan þessi vinna er í gangi held ég að þetta sé heppilegasta útfærslan," segir Óskar. Ekki ljóst hvenær tilkynnt verður um breytingarnar. „Það er fundur í framkvæmdaráði í dag og ég vona að þetta skýrist sem allra fyrst, á næstu dögum eða vikum," segir Óskar Bergsson. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og framkvæmda- og eignaráðs, staðfestir að Reykjavíkurborg sé hætt að taka við lóðum frá fólki sem vill skila þeim inn eins og greint var frá fyrr í dag. Hann segir þetta tímabundna ákvörðun en verið sé að vinna að breytingum á skilmálum lóðaúthlutana sem hann segir miða að því að auðvelda fólki að halda lóðum sínum og byggja á þeim. „Það má ekki miskilja þetta þannig að borgin ætli ekki að taka við lóðunum heldur erum við að vinna að breytingum á lóðaúthlutunarskilmálum en þær frestuðust fyrsta október vegna hrunsins á fjármálamörkuðunum," segir Óskar. „Ástæðan fyrir því að við stöðvuðum viðtöku á lóðum í síðustu viku er sú að nú styttist í að við kynnum þessar breytingar. Þegar það gerist kann það að verða svo að þá telji fólk sig ekki lengur þurfa að skila lóðinni. Því teljum við heppilegra að bíða." Óskar segir að breytingarnar liggi ekki fyrir en að þær miðist við að koma til móts við þá aðila sem hafa fengið lóð hjá Reykjavíkurborg til þess að létta þeim greiðslubyrðina og auðvelda þeim uppbyggingu á lóðinni. „Þess vegna kann að vera að þeir sem vilja skila lóðum núna sjái jafnvel eftir því eftir því þegar breytingarnar ganga í garð. Við erum því fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni lóðahafa auk þess sem það eru klárlega hagsmunir borgarinnar að lóðirnar gangi út og á þeim verði byggt." Eftir breytingarnar munu allir sem það vilja geta skilað lóðum. „Ef það verður niðurstaða fólks að vilja skila lóðinni mun það ganga eftir en á meðan þessi vinna er í gangi held ég að þetta sé heppilegasta útfærslan," segir Óskar. Ekki ljóst hvenær tilkynnt verður um breytingarnar. „Það er fundur í framkvæmdaráði í dag og ég vona að þetta skýrist sem allra fyrst, á næstu dögum eða vikum," segir Óskar Bergsson.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira