Lífið

Barbara Walters hélt við öldungadeildarþingmann

Barbara Walters.
Barbara Walters.

Bandaríska sjónvarpskonan Barbara Walters, sem á farsælan feril að baki í sjónvarpi ekki síst fyrir einlæg viðtöl sín við áhrifafólk, átti í ástarsambandi við giftan Öldungadeildarþingmann á áttunda áratug síðustu aldar.

Barbara uppljóstraði þessu í viðtali hjá annarri viðtalsdrottingu, Opruh Winfrey, en þátturinn verður sýndur á þriðjudaginn kemur. Þingmaðurinn, Edward Brooke, var fyrsti blökkumaðurinn til að ná kosningu í öldungadeildina.

Barbara sagði Opruh að skötuhjúin hefðu verið sammála um að halda sambandinu leyndu enda myndi það gera út um feril þeirra beggja ef upp kæmist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.