Innlent

Verslun á Selfossi blómstrar í kjölfar jarðskjálftans

Verslun á Selfossi blómstrar sem aldrei fyrr í kjölfar Suðurlandsskjálftanna og hafa flatskjáir notið sérstakra vinsælda. Minnir ástandið á jólavertíðina og rúmlega það, að sögn Orra Smárasonar verslunarstjóra BT á Selfossi.

Mikið tjón varð á innbúi í Suðurlandsskjálftanum í síðasta mánuði og ljóst að íbúar á Selfossi og nágrenni hafa þurft að endurnýja töluvert stóran hluta búslóðarinnar. Það má því segja að jarðskjálftinn hafi verið ágætis innspýting fyrir verslunareigendur á Selfossi í miðri efnahagskreppunni.

Einnig er mikið um sölu á tölvum og tölvuskjám en fyrstu dagana eftir skjálftan voru það ryksugurnar sem seldust einna mest. Svipaða sögu er að segja af öðrum verslunareigendum, að sögn Orra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.