Lífið

Simmi og Jói eru andlega tengdir

ellyarmanns skrifar

"Þegar ég er ekki með Jóa þá er það eins og að vera tognaður á vinstri ökla og geta varla stigið niður fæti. Jói er jangið mitt," svarar Sigmar Vilhjálmsson sölu og markaðsstjóri Tals aðspurður hvernig tilfinning er að vera án Jóa sem starfar enn í Landsbankanum.

"Við Jói erum svo tengdir andlega að það skiptir ekki máli þó að það séu mílur á milli. Fyrir utan að við hittumst sjaldan í bankanum þar sem að hann vann á markaðsdeild og ég á kortadeild."

"Við Jói framlengdum samning okkar á Bylgjunni, þannig að breytingar eru ekki í loftinu á Laugardagsmorgnum," segir Sigmar sem nýtur þess að vera með Jóa um helgar á Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.