Óskarsverðlaunahafinn og ofurmamman Angelina Jolie segist hvergi nærri hætt barneignum. Það sem meira er, það er alls ekki loku fyrir það skotið að hún eignist þau á Norðurlöndum.
Angelina, sem a von á tvíburum í ágúst, sagðist í samtali við Femalefirst ætla að fæða í Frakklandi, til minningar um franskættaða móður sína sem lést í fyrra. Í viðtali við FemaleFirst var leikkonan spurð hvort hún gæti hugsað sér að eignast börn í Skandinavíu sagði hún: „Ekki í þetta sinn, en ég á eftir að eignast fleiri börn. Þið þekkið mig."
Angelina vill fleiri börn

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun

Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni





