Enski boltinn

Owen saknar Keegan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen í leik með Newcastle.
Michael Owen í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Michael Owen viðurkennir að bæði hann og liðsfélagar hans sakni Kevin Keegan sem sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri Newcastle í upphafi mánaðarins.

Enginn hefur verið ráðinn í stað Keegan og hefur Newcastle tapað báðum sínum leikjum undir stjórn Chris Hughton sem hefur stýrt liðinu tímabundið.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur þar að auki gefið út að hann ætli sér að selja félagið.

„Okkur líkaði öllum við Kevin Keegan og fannst leiðinlegt að hann hætti. Við höfum ekki enn jafnað okkur á brotthvarfi hans," sagði Owen.

„En við verðum að ná okkur aftur á strik og reyna að öðlast smá sjálfstraust. Það hefur vitanlega slæm áhrif á leikmenn fyrst og fremst þegar illa gengur."

„Við vitum ekkert hvað gerist næst frekar en stuðningsmenn félagsins," bætti hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×