Erlent

Snarpur skjálfti við Indónesíu

Aðeins eru um fjögur ár frá því að mikið tjón varð í Indónesíu eftir öflugan skjálfta.
Aðeins eru um fjögur ár frá því að mikið tjón varð í Indónesíu eftir öflugan skjálfta. MYND/AP

Snarpur jarðskjálfti að styrkleika 6 stig á Richter skók strönd Indónesíu í morgun og voru upptök hans nærri eynni Sulawesi sem liggur skammt fyrir utan Tomini-flóann á norðaustanverðri Indónesíu.

Ekki hafa enn borist neinar fregnir af mannfalli eða tjóni á svæðinu en borgin Palu er um 144 kílómetra frá upptökum skjálftans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×