Innlent

Fjórir í gæsluvarðhald vegna árásar á lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn
Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn

Fjórir af þeim mönnum sem stóðu að árás á lögregluþjónana tvo í Hraunbænum í fyrrinótt hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til á miðvikudag. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er tveggja manna leitað vegna árásarinnar en fjórum var sleppt í gær.

Ráðist var á lögreglumennina þegar þeir sinntu útkalli í heimahúsi í Hraunbænum í fyrrinótt, þar sem kvartað hafði verið undan háreysti. Sparkað var í höfuð annars þeirra þar sem hann lá í götunni og hlaut hann skurð á höfði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×