Erlent

Fimmtán létust í fangauppþotum

Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.

Að minnsta kosti fimmtán fangar létust í dag í fangauppþoti í mexíkósku landamæraborginni Reynosa. Tveir hópar stríðandi fylkinga áttust við með þessum afleiðingum en auk hinna látnu slösuðust fjölmargir í átökunum.

Herlið umkringdi fangelsið og reyna yfirvöld nú að ná völdum á fangelsinu að nýju. Ekki ljóst hvað olli uppþotinu en í síðasta mánuði létust 23 í uppþotum í mexíkóskum fangelsum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×