Umboðsmaður OC stjörnunnar Mischu Barton hefur sagt samstarfi þeirra lausu því leikkonan er löt og nennir ekki að vinna að hans sögn.
Nýverið átti Mischa í viðræðum við framleiðendur framhaldsþáttanna Aðþrengdar eiginkonur eða Desperate Housewifes um að fá hlutverk í næstu þáttaseríu en ekkert varð úr því.
Unga leikkonan er því atvinnulaus um þessar mundir og eyðir tíma sínum í að kela við kærastann eins og myndirnar sýna.