Lífið

Britney afsalar forræðinu

Britney Spears.
Britney Spears.

Eftir að samkomulag var undirritað þann 22. febrúar síðastliðinn á milli Britney Spears og Kevin Federline, varðandi rétt Britney til að umgangast syni sína, þá Preston og Jayden, hefur allt gengið eins og í sögu hjá söngkonunni en þrátt fyrir það hefur hún samþykkt að veita Federline fullt forræði yfir drengjunum.

Mark Vincent Kaplan, lögfræðingur Federline, tjáði sjónvarpsstöðinni E! í gær að samningar hefðu loksins náðst milli Spears og Federline um að hann fái 100% forræði en hluti af samkomulaginu er að hún fær að heimsækja syni sína.

Spears og Federline mæta fyrir rétti í dag þar sem endanlega verður dæmt í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.