Íslenski boltinn

FH vann 2-1 sigur á Fram

Elvar Geir Magnússon skrifar

FH vann 2-1 sigur á Fram í Kaplakrikanum í dag. Þá gerðu Grindavík og HK 2-2 jafntefli. Fylgst var með leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Arnar Gunnlaugsson kom FH yfir með stórglæsilegri aukaspyrnu í seinni hálfleik. Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka jafnaði Auðun Helgason, fyrrum leikmaður FH, með skalla. Sigurmarkið skoraði síðan Atli Viðar Björnsson.

Þorlákur Hilmisson tryggði HK stig í Grindavík en hann jafnaði í 2-2 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Andri Steinn Birgisson skoraði bæði mörk Grindavíkur en Mitja Brulc fyrra mark HK.

FH-ingar eru á toppi deildarinnar, eru með fjögurra stiga forskot á Keflavík sem á leik inni gegn Breiðabliki á morgun.

Grindavík - HK 2-2

FH - Fram 2-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×