Lífið

Nýtt lag Kings of Leon frítt til niðurhals í dag

SHA skrifar
Í hljómsveitinni Kings of Leon eru þrír bræður og einn frændi þeirra. Sveitin sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu í september.
Í hljómsveitinni Kings of Leon eru þrír bræður og einn frændi þeirra. Sveitin sendir frá sér sína fjórðu breiðskífu í september.

Nýtt lag með bandarísku rokkhljómsveitinni Kings of Leon verður gert frítt til niðurhals á heimasíðunni nme.com í dag, mánudaginn 28. júlí.

Lagið nefnist Crawl og er fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, Only By Night, sem kemur út núna í haust.

Platan verður fjórða breiðskífa bræðranna þriggja og frændans í Kings of Leon. Ekki er langt síðan að síðasta plata sveitarinnar, Because of the Times, kom út en hún leit dagsins ljós á fyrri hluta síðasta árs.

Eins og áður segir verður hægt að niðurhala nýja laginu fríkeypis af vef NME tónlistartímaritsins í dag en eingöngu á milli klukkan 14 og 16.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.