Enski boltinn

Barton gæti leikið gegn Sunderland

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barton í leik gegn Arsenal í ágúst.
Barton í leik gegn Arsenal í ágúst.

Joey Barton gæti leikið með aðalliði Newcastle að nýju á laugardag eftir að hafa tekið út leikbann. Barton var settur í bann fyrir að ráðast á Osmaune Dabo á æfingasvæðinu.

Barton lék 75 mínútur með varaliði Newcastle á þriðjudagskvöld en hann hefur aðeins komið við sögu í einum leik í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, hyggst ræða við Barton um mögulega endurkomu. „Ég mun ræða við hann undir fjögur augu. Hann er með stórt hjarta og er góður karakter. Þar að auki er hann góður fótboltamaður," sagði Kinnear.

Newcastle mun leika gegn Sunderland á útivelli á laugardag.

Barton kom af bekknum í 3-0 tapi Newcastle fyrir Arsenal þann 30. ágúst, leik sem reyndist síðasti leikur Newcastle undir stjórn Kevin Keegan. Það er eini leikurinn sem hann hefur spilað í úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Í júlí var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á Dabo í maí 2007 en þá voru þeir samherjar hjá Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×