Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana 15. janúar 2008 15:42 MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira