Árás á lögreglumenn staðfestir nauðsyn öryggisráðstafana 15. janúar 2008 15:42 MYND/Stefán Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tilefnislaus árás á fíkniefnalögreglumenn í miðbænum nýlega staðfesti nauðsyn þess að lögreglumenn geti gripið til öryggisráðstafana. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns Vinstri - grænna, um rafbyssur í lögreglustarfi. Auður Lilja spurði meðal annars hvort til stæði að taka í notkun svonefndar rafbyssur sem gæfu frá sér 50 þúsund volt og yllu miklum sársauka. Í svari ráðherrans kemur fram að embætti ríkislögreglustjóra hafi til skoðunar að taka upp rafstuðtæki og telur ráðherra að orðið byssa ekki gefa rétta mynd af tækinu. Sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu nú að afla nauðsynlegra gagna, m.a. um hættu sem getur stafað af tækinu auk læknisfræðilegra rannsókna sem gerðar hafa verið um tækið. Að lokinni ítarlegri úttekt á tækinu mun embætti ríkislögreglustjóra senda dóms- og kirkjumálaráðherra greinargerð með rökstuðningi um gagnsemi tækisins í löggæslu. Úttektin sé á frumstigi og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort eða í hvaða tilvikum slík tæki yrðu notuð. Auður Lilja spurði einnig hvaða tilgangi rafbyssur myndu þjóna við löggæslu og í svari dómsmálaráðherra kemur fram að miklu máli skipti að auka öryggi lögreglumanna við hættumikil störf. Fyrir liggi að lögreglumenn verði ítrekað fyrir líkamstjóni í starfi og mikilvægt sé að kanna allar leiðir til að auka öryggi þeirra. Bent er á rannsókn sem sýnir að 64 prósent lögreglumanna höfðu orðið fyrir hótunum í starfi, 54 prósent höfðu orðið fyrir líkamsmeiðingum í starfi og 41 prósent fjölskyldna lögreglumanna hafi orðið fyrir hótunum. „Niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir að leita verður allra skynsamlegra úrræða til að auka öryggi lögreglumanna. Það að meta hvort rafstuðtæki skuli vera hluti af varnarbúnaði lögreglumanna er liður í þessari viðleitni löggæsluyfirvalda," segir Björn. Náið samráð við heilbrigðisyfirvöld Auður Lilja vísar til hættunnar af notkun rafbyssna og bendir á að Amnesty International telji að 200 dauðsföll megi rekja til beitingar þeirra. Björn svarar því til að ákvörðun um hvort rafstuðtæki verði hluti af valdbeitingarbúnaði lögreglu verði ekki tekin nema að höfðu nánu samráði við heilbrigðisyfirvöld. Auður Lilja spurði að lokum um stefnu ríkisstjórnarinnar um vopnaburð íslenskra lögreglumanna. Ráðherra segir að lögregla beri alla jafna ekki skotvopn við skyldustörf en ef sérstakar aðstæður krefjist þess hafi lögreglan heimild til vopnaburðar. Heimildir fyrir þeim valdbeitingartækjum lögreglu eigi sér stoð í lögreglulögum og reglugerð um sérsveit ríkislögreglustjórans.„Af hálfu dómsmálaráðherra og ráðuneytis hans er fylgst náið með þróun alls öryggisbúnaðar sem getur gagnast lögreglu. Nýlegt atvik í miðborg Reykjavíkur, þar sem af tilefnislausu var ráðist á starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir enn frekar nauðsyn slíkra öryggisráðstafana að mati dómsmálaráðherra," segir dómsmálaráðherra.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira