Innlent

Rán í Hlíðunum tengist ránum í 11-11

MYND/Anton Brink

Ræningjarnir tveir sem skipulögðu rán í verslun í Hlíðunum í gær gengu beint í flasið á lögreglu sem var á staðnum þegar þeir réðust til atlögu. Ránið tengist tveimur öðrum ránum í verslunum 11-11.

Rannsóknarlögreglumennirnir voru nýkomnir í verslunina Sunnubúð í Mávahlíð með það fyrir augum að handtaka starfsmann vegna gruns um tengsl við tvö önnur rán í verslunum 11-11. Þá réðst inn grímuklæddur maður vopnaður hnífi. Hann var handtekinn og reyndist um að ræða vin starfsmannsins sem einungis hafði unnið í versluninnni í fjóra daga.

Mennirnir sem báðir eru á tvítugsaldri voru fluttir á lögreglustöð og við yfirheyrslu kom í ljós að þeir höfðu undirbúið og skipulagt sviðsetningu á ráni í versluninni í þeim tilgangi að ná peningum, símainneignum og tóbaki. Mennirnir eru í haldi lögreglunnar og er málið í rannsókn en þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður.

Í nóvember voru fjórir 16 ára gamlir drengir handteknir grunaðir um vopnað rán í Sunnubúð. Þeir notuðu kylfur og öxi við ránið og höfðu á brott 80 þúsund krónur auk tóbaks.

Þá voru fjögur rán framin í verslunum 10/11 á síðasta ári og vopnað rán framið í Litlu kaffistofunni við Suðurlandsveg rétt fyrir jól.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×