Svala Björgvins: Hamingjusöm að vera á lífi 8. júlí 2008 15:21 Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Steed Lord, Svala Björgvinsdóttir söngkona og bræðurnir Einar, Erling og Eðvarð Egilssynir ásamt föður þeirra, Agli Eðvarssyni, upptökustjóra Kastljóssins, lentu í hörðum árekstri við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut 9. apríl síðastliðinn. Vísir hafði samband við Svölu og spurði hana hvernig þau hefðu það í dag og um framtíð Steed Lord sem er á leiðinni í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bandaríkin. „Við verðum með tónleika á Q-Bar 19. júlí áður en við förum í þriggja vikna tónleikaferðalag til Ameríku. Við ákváðum að slá til og halda tónleikana hér heima áður en við förum. Síðan förum við til Þýskalands eftir að við komum heim og svo kemur fyrsta platan okkar út hérna heima á Íslandi," svarar Svala Björgvinsdóttir. „Já þetta eru fyrstu tónleikarnir eftir allt sem við erum búin að ganga í gegnum. Við erum öll að koma til. En ekkert af okkur er 100% enn þá og við verðum það ekki nærri því strax." Sárin enn að gróa„Sárin og beinbrotin eru enn að gróa. Einar fer alltaf annan hvern dag upp á göngudeild Landsspítala að láta skipta um umbúðir á sárunum þannig að það er ekki búið að útskrifa hann. Hann var í rúmlega tvo og hálfan mánuð á spítalanum og er nýkominn heim. Hann slasaðist mest af okkur." ,,Það tekur um heilt ár að jafna sig og við viljum ekki sitja aðgerðarlaus. Við vorum búin að plana svo mikið á þessu ári sem við þurftum að fresta út af slysinu og ákváðum að fara út um leið og við vorum komin með þol. Þannig að við ákváðum að láta slysið ekki stoppa okkur þó við séum lurkum lamin." ,,Þegar maður er búinn að ganga í gegnum svona lífsreynslu er maður bara hamingjusamur að vera á lífi. Við vorum öll á gjörgæslu og ég vissi ekki hvort maðurinn minn (Einar) mundi ná sér. Að ganga í gegnum svona lífsreynslu breytir öllu. Við fengum annan sjéns. Að hafa lífað þetta slys af er ótrúlegt. Við vorum öll spennt í belti. Þetta voru beltismeiðsl, innvortis blæðingar og beinbrot. En beltin björguðu lífi okkar." Hvað kom fyrir þig? ,,Ég fékk gat á lifrina og það blæddi inn á hana og þess vegna var ég á gjörgæslu því ég mátti ekki hreyfa mig og svo rifbeinsbrotnaði ég frekar illa líka, Einar og bræður hans brotnuðu og hlutu einnig alvarleg innvortis meiðsl. Einari var haldið í öndunarvél og hefur farið í margar aðgerðir. Það sem skiptir öllu er að við sluppum öll lifandi og erum rosalega þakklát fyrir það." ,,Læknarnir og hjúkrunarliðið á spítalanum hjálpuðu okkur í gegnum þetta og fjölskyldur okkar. Án þeirra hefðum við ekki komist í gegnum þetta." Treystið þið ykkur til að halda tónleika? ,,Já við erum vel undirbúin og læknar segja að það sé í lagi. Við erum með sjúkrakassann með okkur," svarar Svala á léttu nótunum og kveður áður en hún leggur af stað í upptökuver ásamt félögum sínum í Steed Lord. Tónleikar sveitarinnar verða á Q-Bar þann 19.júlí. Húsið verður opnað klukkan 20 með grilli og verður selt inn við dyrnar. Forsala er einnig á Q-Bar.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira