Lífið

Gwyneth Paltrow elskar ruslfæði

Ruslið virðist ekki hafa haft alvarlegar afleiðingar á vöxtinn.
Ruslið virðist ekki hafa haft alvarlegar afleiðingar á vöxtinn.
Óléttan gerði kraftaverk fyrir matarræði Gwyneth Paltrow. Leikkonan, sem var fræg fyrir sérdeilis hreintrúað makróbíótískt matarræði, gúffar nú í sig djúpsteiktum mat.

Í viðtali á BBC sagði Gwyneth að hún hefði verið afar stíf á matarræðinu í fjögur ár. Þegar hún varð ólétt breyttist það hinsvegar. Hún gat hreinlega ekki hugsað sér neitt heilsujukk.

,,Ég elska allt djúpsteikt, sérstaklega fisk og franskar," sagði leikkonan, og viðurkenndi að hún hefði ekkert á móti rauðvínsglasi eða stórum Guiness.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.