Fótbolti

Ítalir sluppu með skrekkinn

Adrian Mutu skoraði fyrir Rúmena en misnotaði vítaspyrnu í lokin
Adrian Mutu skoraði fyrir Rúmena en misnotaði vítaspyrnu í lokin AFP

Ítalir eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum á EM eftir 1-1 jafntefli við Rúmena í dramatískum leik liðanna í C-riðlinum í kvöld.

Luca Toni náði reyndar að skora fyrsta mark leiksins fyrir Ítali en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu.

Adrian Mutu kom Rúmenum yfir á 55. mínútu eftir skelfileg varnarmistök hjá ítalska liðinu, en aðeins mínútu síðar jafnaði Christian Panucci fyrir Ítali og hélt vonum þeirra lifandi.

Þær vonir virtust að engu orðnar á 81. mínútu þegar dæmd var vítaspyrna á ítalska liðið. Mutu steig á punktinn, en lét liðsfélaga sinn hjá Juventus, Gianluigi Buffon, verja frá sér spyrnuna.

Það er því ljóst að vonir Ítala um að komast áfram í keppninni hanga á lokaleik liðsins gegn Frökkum í riðlinum.

Hollendingar, sem mæta Frökkum í kvöld, eru efstir í riðlinum með 3 stig, Rúmenar hafa 2 stig og Frakkar og Ítalir hafa eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×