Lífið

Lokadagskrá Hróarskeldu kynnt

Stjórnendur Hróarskelduhátíðarinnar afhjúpuðu í dag heildardagskrá hátíðarinnar. 120 nýjar sveitir voru kynntar til leiks, og má þar nefna íslendingana Mugison og Bloodgroup, rapparann Jay-Z, The Cult, Goldfrapp, José González, The Raveonettes, The Gossip og fjöldann allan af öðrum sveitum.

Hróarskelduhátíðin verður haldin dagana 3.-6. júlí, og hefst upphitun fyrir hana í Popplandi Rásar 2 þann 29. júní. Heildarlista yfir listamenn á hátíðinni er að finna á heimasíðunni roskilde-festival.is, og á hana má nálgast á mida.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.