Innlent

Upptaka annars gjaldmiðils en krónunnar nauðsynlegt skref

Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Árni Helgason, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Krónan kann að nýtast okkur ágætlega næstu misserin en til framtíðar væri það ávísun á einhæfni að viðhalda óbreyttu ástandi, að mati Árna Helgasonar framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að ekki sé hægt að líta fram hjá upptöku annars miðils.

,,Full aðild að ESB myndi færa okkur traustari gjaldmiðil en við höfum núna en henni myndu einnig fylgja ákveðnir ókostir. Ísland þyrfti að gangast undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB, sem veikir stöðu sjávarútvegsins og við yrðum hluti af sístækkandi stjórnkerfi sambandsins," segir Árni í pistli á vefsíðunni Deiglunni.

Árni segir að vega og meti verði kostina og gallana varðandi inngöngu í Evrópusambandið. ,,Segja má að sú stóra breyting hafi aftur á móti orðið á umræðunni um Evrópumál að undanförnu að allt útlit er fyrir að gjaldmiðilsbreyting sé ekki eingöngu æskileg breyting heldur nauðsynlegt skref að taka til lengri tíma litið."

Pistil Árna er hægt að lesa hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×