Innlent

Nám í flugvirkjun hefst á Íslandi

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgöngu og öryggisskóla Keilis
Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri samgöngu og öryggisskóla Keilis

Keilir og Icelandair Technical Services undirrituðu 30. október samstarfsmaning sem felur í sér að fyrirtækin munu í sameiningu hefja kennslu í flugvirkjun í september á næsta ári.

,,Hér er sannarlega um merk tímamót í íslenskri flugsögu að ræða því síðustu áratugi hafa nemendur þurft að sækja nám í flugvirkjun til útlanda," segir í tilkynningu.

Kennt verður eftir almennum og viðurkenndum alþjóðlegum reglum og munu nemendur að námi loknu öðlast full réttindi flugvirkja. Atvinnumöguleikar eru töluverðir víða um heim því nám þetta er alþjóðlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×