Enski boltinn

Keane lofar fleiri mörkum

NordicPhotos/GettyImages

Írski landsliðsmaðurinn Robbie Keane náði loksins að opna markareikning sinn fyrir Liverpool í gær þegar hann skoraði í 3-1 sigri liðsins á PSV í Meistaradeildinni.

Keane hafði verið gagnrýndur nokkuð síðan hann gekk í raðir Liverpool og sagðist feginn að vera loksins búinn að skora.

"Ef ég á að vera hreinskilinn er ég mjög feginn að vera búinn að skora. Ég fékk góða sendingu frá Torres og náði að koma henni í netið og nú ætla ég að skora mörg í viðbót," sagði Írinn.

Hann fagnaði markinu með handahlaupinu sínu fræga og segist hafa dreymt um að gera það fyrir framan hörðustu stuðningsmenn Liverpool.

"Ég notaði þetta fagn aðeins við sérstök tækifæri í fyrra og þetta var augljóslega eitt af þeim. Nú held ég að ég setji fagnið á hilluna í bili."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×