Lífið

Áhorf á Ríkissjónvarpið dregst saman

Þórhallur Gunnarsson.
Þórhallur Gunnarsson.

Samkvæmt nýjustu mælingu Capacent dregst áhorf á Ríkissjónvarpið mikið saman, eða um rúmlega 25 prósent, á milli vikna. Talsvert minna áhorf var einnig á Ríkissjónvarpið í síðustu viku eftir að hafa notið góðs áhorfs í vikunum á undan vegna EM.

Áhorf á Stöð 2 jókst um tæp 5 prósent en áhorf á Skjá einn stóð í stað á milli vikna. Meðaláhorf á RÚV var í síðustu viku 413 mínútur, en 366 mínútur á Stöð 2 og aðrar stöðvar 365 miðla en 158 mínútur á Skjá einum.

Þetta er nokkuð mikil heildarnotkun og þannig óhætt að segja að Íslendingar láti góða veðrið ekki halda sér frá sjónvarpinu í sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.