Innlent

Kveikt í rusli í Breiðholti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Jafnaseli í Breiðholti laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi eftir að eldur var borinn að rusli sem safnað hafði verið saman í litla brennu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðsins. Þá var tilkynnt um eld í nýbyggingu á Álftanesi skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Kveikt hafði verið í einangrunarplötum í kjallara hússins. Ekki var um mikinn eld að ræða og gekk slökkvistarf vel. Húsið, sem er fokhelt, skemmdist lítið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×