Róbert: Fyrirferð RÚV á aulýsingamarkaði veikir lýðræðið 4. nóvember 2008 17:36 Róbert Marshall, varaþingmaður. Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri 365 hf. Róbert Marshall, varaþingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði valdi samþjöppun einkarekinna miðla og veiki lýðræðið. Þetta kom fram í máli hans á Alþingi í dag þar sem rætt var um stöðuna á fjölmiðlamarkaði. Róbert fullyrti í sömu ræðu að forstjóri 365 miðla vilji ákveða sjálfur hverjir vinni á fréttastofu og á Fréttablaðinu. Ari Edwald, forstjóri 365, segir slíkt ekki viðhaft hjá 365. Þar hafi stjórnendur sjálfræði um sitt mannahald. Fyrirferð ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði veldur samþjöppun einkarekinna miðla á fjölmiðlamarkaði og veikir lýðræðið," sagði Róbert. „Það segir sig sjálft að þegar fjölmiðlar standa illa of atvinnuleysi er á meðal blaðamanna þá veikjast kínamúrar á fréttastofum." Hann sagði að enginn þyrfti að velkjast í vafa um að stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, hvort sem þau séu rekin af ríkinu eða einkaaðilum, reyni að hafa áhrif á fréttamiðla „þó engin dæmi þekki ég," bætti hann við. ,,Á Ríkisútvarpinu hefur útvarpsstjórinn ákveðið að hann skuli lesa fréttirnar. Þar setur dagskrárstjórinn sjálfan sig á dagskrá og er á sama tíma talsmaður fyrirtækisins. Hjá 365 eða Rauðsól vill forstjórinn ákveða sjálfur hverjir skuli vinni á fréttastofu og Fréttablaðinu." Þegar Vísir hafði samband við Róbert til þess að spyrja hann hvað hann hafi fyrir sér í því að forstjóri 365 væri að hlutast til um mannaráðningar sagði Róbert: „Ég var einu sinni millistjórnandi hjá þessu fyrirtæki. Þetta er ekki skoðun mín heldur staðreynd." Þegar Vísir hafði samband við forstjóra 365, Ara Edwald sagðist hann ekki vilja tjá sig um ummæli Róberts sérstaklega. „Það liggur reyndar fyrir samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið að það sé útvarpsstjórinn sem sjálfur ræður starfsmenn fjölmiðilsins og litið svo á að hann beri ábyrgð á fréttastefnunni," sagði Ari. „Hjá okkur höfum við nú ekki praktíserað þetta svona en auðvitað er starfsmannastefna í gangi í félaginu. Stjórnendur fjölmiðla 365 hafa fyrst og fremst sjálfræði um sitt mannahald. Það er góð stjórnun að skipstjórinn velji með sér áhöfn og það er að meginstefnu til það sem fylgt er í okkar félagi," sagði Ari. Í ræðu sinni í dag sagði Róbert að það væri sín skoðun að fjölmiðlalögfgöf eigi að takmarka eignarhald „til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi og ritstjórnarlegt frelsi fréttamiðla." Þannig geti almenningur treyst því að fjölmiðlar gefi hlutlausa mynd af samfélaginu. Þá vill hann að atvinnurekendur ættu að gefa rökstuðning fyrir uppsögn blaðamanns. „Það að nánast allir frjálsir fjölmiðlar séu að færast á hendur eins og sama eigandans gerir slíka löggjöf nauðsynlega.," segir Róbert. Hann benti á að hið breska BBC sé að draga saman seglin „en hér á íslandi er boðið upp á kreppuafslátt til auglýsenda til að taka meira af kökunni sem fer smækkandi. Það gengur ekki. Það getur enginn keppt við þá forgjöf sem RÚV hefur í þessum efnum og þessvegna fagna ég fyrirtætlunum ráðherra og styð þær," sagði Róbert að lokum.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira