Lífið

Prinsinn fljúgandi lenti í garðinum hjá kærustunni

Vihjálmur og Kate kærasta hans.
Vihjálmur og Kate kærasta hans.

Vilhjálmur Bretaprins hefur valdið ólgu í heimalandi sínu að undanförnu. Hann fékk nýlega þyrluflugréttindi enda er hann í breska flughernum. Fjölmiðlar á Englandi fara þó mikinn þessa dagana og segja Vilhjálm nota þyrlur breska hersins eins og um leigubíla sé að ræða. Í gær tók hann sig til og lenti risastórri Chinook þyrlu í bakgarðinum hjá kærustu sinni, Kate Middleton. Og í síðustu viku skutlaðist hann á annari Chinook þyrlu í steggjapartí frænda síns sem haldið var á eyjunni Wight á Ermarsundi. Raunar tók hann á sig krók til að sækja litla bróðurinn Harry sem staddur var á herstöð fyrir utan London.

Garðurinn hjá Kate Middleton er greinilega enginn venjulegur bakgarður.

Gagnrýnendur prinsins fljúgandi eru æfir og benda á að á sama tíma og Vilhjálmur flögri um England sé mikill skortur á þyrlum af þessari tegund í Afganistan og í Írak. Rekstarkostnaður Chinook þyrlu nemur litlum 15 þúsund pundum á klukkustund þannig að æfingarnar kosta skildinginn.

Talsmenn hersins vilja lítið gera úr þessu og benda á að Vilhjálmur sé enn í þjálfun. Þannig hafi flugferðin til Wight komið sér vel þar sem hann þurfti að æfa sig í að flúga yfir London og yfir sjó. Að sama skapi hafi lendingin í garði kærustunnar verið hluti af því að læra að lenda græjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.