Innlent

Elsti Íslendingurinn látinn

Þuríður Samúelsdóttir, sem var elsti Íslendingurinn, lést 2. Ágúst, 105 ára og 42 daga gömul. Útförin fór fram í gær í kyrrþey, að hennar eigin ósk. Áður höfðu 24 náð svo háum aldri, tuttugu konur og fjórir karlar, eftir því sem fram kemur á vefnum langlifi.net. Þuríður var fædd 19. Júní 1903 í Miðdalsgröf í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Samúel Guðmundsson og Magndís Friðriksdóttir. Þuríður átti tvö alsystkini og þrettán hálfsystkini.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×