HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. september 2008 06:30 HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar. Almir Cosic skoraði fyrsta mark HK í fyrri hálfleik en þeir Hörður Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Aaron Palomares bættu við þremur í þeim síðari. „Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK. „Við vorum svolítið langt á eftir mönnunum okkar en náðum samt að fá nokkur ágæt færi. En í heildina er ég hrikalega ánægður með leikinn." Kollegi hans, Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vitanlega ekki eins sáttur. „Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Við vorum gjörsamlega teknir í bakaríið af spræku liði HK og vorum engan veginn klárir í bardagann. Við vorum búnir að fara vel yfir síðasta leik og æfðum grimmt í vikunni og tónninn var fínn fyrir." HK-ingar hafa nú komið fjölmörgum sparkspekingum á óvart enda voru margir búnir að afskrifa þá. Rúnar Páll var þó ekki einn þeirra. „Ég sá þetta fyrir enda veit ég allt um getu liðsins. Við höfum aldrei misst trúna á okkur og það hefur fleytt okkur langt. Liðsheildin og samstaðan er einnig mjög góð og það er að skila sér." „Ég þarf ekkert að pæla í hvað aðrir segja enda höfum við aðeins verið að einbeita okkur að okkar eigin markmiðum. Ef við höldum áfram að safna stigum þá munum við ná þeim og halda okkur í deildinni." Þróttur er nú átta stigum á undan botnliði ÍA og fjórum á undan HK. Þeir eru því ekki hólpnir og telur Gunnar að liðið þyrfti meira en einn sigur til að bjarga sér. „Ég hef áhyggjur af því að við skulum ekki ná að rífa okkur úr þessum pakka. Einn sigur í viðbót mun ekki duga. En við eigum ÍA næst og við þurfum að nota þær tvær vikur sem eru í leikinn vel og vandlega." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar. Almir Cosic skoraði fyrsta mark HK í fyrri hálfleik en þeir Hörður Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Aaron Palomares bættu við þremur í þeim síðari. „Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK. „Við vorum svolítið langt á eftir mönnunum okkar en náðum samt að fá nokkur ágæt færi. En í heildina er ég hrikalega ánægður með leikinn." Kollegi hans, Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vitanlega ekki eins sáttur. „Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Við vorum gjörsamlega teknir í bakaríið af spræku liði HK og vorum engan veginn klárir í bardagann. Við vorum búnir að fara vel yfir síðasta leik og æfðum grimmt í vikunni og tónninn var fínn fyrir." HK-ingar hafa nú komið fjölmörgum sparkspekingum á óvart enda voru margir búnir að afskrifa þá. Rúnar Páll var þó ekki einn þeirra. „Ég sá þetta fyrir enda veit ég allt um getu liðsins. Við höfum aldrei misst trúna á okkur og það hefur fleytt okkur langt. Liðsheildin og samstaðan er einnig mjög góð og það er að skila sér." „Ég þarf ekkert að pæla í hvað aðrir segja enda höfum við aðeins verið að einbeita okkur að okkar eigin markmiðum. Ef við höldum áfram að safna stigum þá munum við ná þeim og halda okkur í deildinni." Þróttur er nú átta stigum á undan botnliði ÍA og fjórum á undan HK. Þeir eru því ekki hólpnir og telur Gunnar að liðið þyrfti meira en einn sigur til að bjarga sér. „Ég hef áhyggjur af því að við skulum ekki ná að rífa okkur úr þessum pakka. Einn sigur í viðbót mun ekki duga. En við eigum ÍA næst og við þurfum að nota þær tvær vikur sem eru í leikinn vel og vandlega."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira