HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. september 2008 06:30 HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar. Almir Cosic skoraði fyrsta mark HK í fyrri hálfleik en þeir Hörður Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Aaron Palomares bættu við þremur í þeim síðari. „Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK. „Við vorum svolítið langt á eftir mönnunum okkar en náðum samt að fá nokkur ágæt færi. En í heildina er ég hrikalega ánægður með leikinn." Kollegi hans, Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vitanlega ekki eins sáttur. „Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Við vorum gjörsamlega teknir í bakaríið af spræku liði HK og vorum engan veginn klárir í bardagann. Við vorum búnir að fara vel yfir síðasta leik og æfðum grimmt í vikunni og tónninn var fínn fyrir." HK-ingar hafa nú komið fjölmörgum sparkspekingum á óvart enda voru margir búnir að afskrifa þá. Rúnar Páll var þó ekki einn þeirra. „Ég sá þetta fyrir enda veit ég allt um getu liðsins. Við höfum aldrei misst trúna á okkur og það hefur fleytt okkur langt. Liðsheildin og samstaðan er einnig mjög góð og það er að skila sér." „Ég þarf ekkert að pæla í hvað aðrir segja enda höfum við aðeins verið að einbeita okkur að okkar eigin markmiðum. Ef við höldum áfram að safna stigum þá munum við ná þeim og halda okkur í deildinni." Þróttur er nú átta stigum á undan botnliði ÍA og fjórum á undan HK. Þeir eru því ekki hólpnir og telur Gunnar að liðið þyrfti meira en einn sigur til að bjarga sér. „Ég hef áhyggjur af því að við skulum ekki ná að rífa okkur úr þessum pakka. Einn sigur í viðbót mun ekki duga. En við eigum ÍA næst og við þurfum að nota þær tvær vikur sem eru í leikinn vel og vandlega." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar. Almir Cosic skoraði fyrsta mark HK í fyrri hálfleik en þeir Hörður Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Aaron Palomares bættu við þremur í þeim síðari. „Seinni hálfleikurinn var betri en sá fyrri," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari HK. „Við vorum svolítið langt á eftir mönnunum okkar en náðum samt að fá nokkur ágæt færi. En í heildina er ég hrikalega ánægður með leikinn." Kollegi hans, Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var vitanlega ekki eins sáttur. „Það var ömurlegt að horfa upp á þetta. Við vorum gjörsamlega teknir í bakaríið af spræku liði HK og vorum engan veginn klárir í bardagann. Við vorum búnir að fara vel yfir síðasta leik og æfðum grimmt í vikunni og tónninn var fínn fyrir." HK-ingar hafa nú komið fjölmörgum sparkspekingum á óvart enda voru margir búnir að afskrifa þá. Rúnar Páll var þó ekki einn þeirra. „Ég sá þetta fyrir enda veit ég allt um getu liðsins. Við höfum aldrei misst trúna á okkur og það hefur fleytt okkur langt. Liðsheildin og samstaðan er einnig mjög góð og það er að skila sér." „Ég þarf ekkert að pæla í hvað aðrir segja enda höfum við aðeins verið að einbeita okkur að okkar eigin markmiðum. Ef við höldum áfram að safna stigum þá munum við ná þeim og halda okkur í deildinni." Þróttur er nú átta stigum á undan botnliði ÍA og fjórum á undan HK. Þeir eru því ekki hólpnir og telur Gunnar að liðið þyrfti meira en einn sigur til að bjarga sér. „Ég hef áhyggjur af því að við skulum ekki ná að rífa okkur úr þessum pakka. Einn sigur í viðbót mun ekki duga. En við eigum ÍA næst og við þurfum að nota þær tvær vikur sem eru í leikinn vel og vandlega."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira